Þannig er mál með vexti að ég er á 16. ári, semsagt í 10. bekk. Og ég hef verið með spangir frá því í 6. bekk og ég er að verða KLIKKUÐ á því. Alla unglingadeild hef ég verið með þetta, varla brosað á mynd núna í 4 ár og verð ekki búin að missa spangirnar fyrir seinustu árshátíðina mína í grunnskóla.
Tannréttingafræðingurinn minn er nefnilega asni. Hann sagði að þetta myndi verða búið fyrir fermingu. Ég er með spangabros á fermingarmyndinni minni þó ég vildi ekki brosa. En þegar ljósmyndarinn manns er byrjaður að gagga eins og hæna til að fá mann til að brosa þá er varla annað hægt. Tilgangurinn með þessu hjá mér bara að forvitnast um hversu lengi, þið sem hafið verið með spangir voruð með þennan viðbjóð upp í ykkur. Og líka þið sem eruð enn með svona hvað er langt síðan þið fenguð þetta og hvenær losnið þið við þetta.
—————-
Ég leyfi mér að vera neikvæð út í teina því ég er komin með ógeð á öllu sem viðkemur teinum, teygjum, tannlæknum eða *bling*bling* brosum. . .