Ég er með topp, en ég spenni hann alltaf upp vegna þess að ég er með liðað hár og nenni ekki að slétta hann á hverjum degi, geri það bara þegar ég er að fara eitthvað sérstakt.
En vitið þið um eitthvað gel eða krem, eitthvað hárdót sem ég get sett í hann svo hann verði flottur, t.d. sem gerir það að verkum að ég get haft hann til hliðar? Það er nefnilega svo einhæft að hafa hann alltaf eins á hverjum einasta degi.
Og eitt enn: Það er árshátíð hjá mér næstu helgi. Ég verð í fjólubláum kjól og var að spá hvernig augnskuggi passar við þann lit?
Ég finn til, þess vegna er ég