Ok, ég er nánast aldrei inná þessu áhugamáli og yfirleitt ekkert á huga lengur en ég rakst á grein um klippingu fyrir menn sem mér fannst ákaflega fræðandi og skemmtileg.

Ráð sem ég gef er að fara í sturtu og, eins og var sagt í greininni, setja sjampó og hárnæringu og láta það vera svona rétt á milli þurrt og blautt, en samt aðeins þurrara en blautara. Svo að setja væna slummu af vaxi/geli í hárið, má skipta því og taka svona smá skammt í einu ég geri það, og láta það ALLT standa uppí loftið í svona 10-30 sek og þá meina ég allt nema hnakkan og hliðarnar. Og svo að leggja það lauslega niður þannig að það standi bara nokkuð vel út og þá ertu með geðveikt töff hár. Það er svona óreiða, en samt falleg óreiða. Æi þið fattið þegar þið prufið;)
Er alltaf þannig og líður hreinlega hræðilega ef vaxið er búið! Kem í skólan með hárið bara alveg flatt og asnalegt:S Hundleiðinlegt.
Veit ekki hvort þetta virkar hjá öllum en margar klippinga stelpur hafa sagt mér að ég sé með geðveikt stíft hár þó að ég sé búin að fara í sturtu um morguninn og ekki setja gel, og fara í tvöfalda hreinsun og svona hausnudd hjá klippinga gellunum. Alltaf stíft;P

En já, svo langaði mig að spyrja hversu lengi svona brúnkumeðferð endist. S.s. ef maður lætur spreyja sig allan svo maður sé brúnn?

Með fyrirframm þökk;) Gunna