Góðan daginn kæru hugarar.
Vitið þið um einhverja mjög góða hárgreiðslustofu á höfuðborgarsvæðinu sem er samt ekki svona rosalega dýr? Eða eru kannski allar góðu stofurnar svona dýrar? Ég fór seinast á Toni&Guy og jújú, var alveg sátt, en mér fannst ég bara EKKI vera að fá nóg fyrir peninginn(130000kr). Ég meina ég borgaði 6000kr fyrir klippinguna, sagði honum að gera bara hvað sem er, og hann rétt særir á mér hárið?!? Svo er ég búin að vera að hringja á einhverjar stofur núna, Jóa og félaga, Company og Rauðhettu og úlfinn og allar eru þær með klippinguna á 5-60000kr og litunina á 6-7000kr. Þannig ég var bara að pæla hvort það væri einhver góð stofa(ég er sko með geðveikt skrítið hár, erfitt að klippa) sem er ekki svona mikið dýr?