Ég les tískublöð í hvert skipti sem ég kemst í þau en ég verð að segja að það fer svolítið í pirrurnar á mér að það séu ekki framleidd blöð um götutísku. Ég eins og flestar aðrar konur hef ekki efni á að kaupa mér fín vörumerki eða hátískuföt.
Eru einhverjir aðrir sammála mér eða eru til tímarit um götutísku sem ég veit ekki af.
já… en ég meina, t.d. cosmo teen, seventeen og öll þessi unglingastelpublöð, fjalla þau ekki meira um götutískuna? og kanski svona tískuna hjá unglingum?
Ég er svoooo sammála. Ég er gjörsamlega háð tískublöðum (reiknaði um daginn að ég hefði eytt 24þús krónum í þau í fyrrasumar), en samt er e-ð sem vantar! Ég kaupi þau aðallega til að láta mig dreyma og líka til að fá hugmyndir, en það væri samt allt í lagi að geta einu sinni skoðað e-ð sem maður hefur virkilega tækifæri á að eignast!
“Imagination is the only weapon in the war against reality.”
Ég skoða eiginlega aldrei svona blöð. Nema íslensk blöð eins og Orðlaus :D mér finnst alveg nóg af greinum um tísku út um allt, bara kíkka í Fréttablaðið og þá finnur maður eitthvað blað sem er bara um tísku :)
Ég fór samt að pæla í þessu, er götutíska á íslandi?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..