Sorry mér fannst þetta svo langt að ég nennti ekki að lesa þetta. En gerði það núna.
Ég er ekki gelgja, get sannfært þig um það…þrátt fyrir það vil ég verja gelgjur landsins því sama þótt þær fari í taugarnar á flestum öðrum, þá þekkjum við flest a.m.k. 1 stykki sem okkur þykir samt vænt um:
~*~
“Ég er inn á þessu áhugamáli til þess að tala um flúr og piercings”… “þið eruð að tala um sömu fötin aftur og aftur og aftur og aftur og aftur…”
1—-Ég kemst heldur ekki hjá því að taka eftir endalausum endurtekningum á þráðum eins og ‘Hvernig tattoo ætti ég að fá mér?’ ‘Hvert er best að fara til að fá sér tattoo/göt??’ ‘Ætti ég að fá mér…’ o.s.frv, þannig að sitt sýnist hverjum.
~*~
“Af hverju eru allar stelpur á íslandi alveg nákvæmlega eins?”
2—-Alhæfing. Stelpur ganga í mismunandi fötum…það eru mismunandi tískuangar hér á landi og ég get listað a.m.k. 8 ‘týpur’ af stelpum ef þú bara sendir mér skilaboð…
~*~
“Strákum er alveg sama hvað þeir ganga í bara að það sé flott.”
3—-Önnur leiðinda alhæfing. Þú getur ekki sagt mér að þú vitir hvernig allir aðrir strákar hugsa? Hefurðu séð stráka með litað hár, demant í eyranu, í levis gallabuxum? Það er kk útgáfan af þessum sem fylgja tískunni svona rosalega…líttu aðeins nær þér karlinn, þetta erum ekki bara við stelpurnar, sama þótt að þú sért svona sjálfstæður.
~*~
“Maður kynnist oft stelpum sem eru rosa flottar og svo fattar maður að þær eru gelgjutussur”
4—-Þá laðast bara örfáar leiðindastelpur að þér…það segir væntanlega meira um þig heldur en þær. Annars kallast þetta að vera falskur, og já, það er til karlmynd af orðinu því að þetta er alveg jafn algengur kvilli hjá ykkur sjálfstæðu snillingunum.
~*~
“Ef þið haldið að þetta turni stráka on þá er það hræðilegur miskilningur.”
5—-Það að fylgja tískunni er e-ð sem flestir gera að einhverju leiti, sama hvaða aldri og/eða kyni viðkomandi er af…ég klæði mig í vintage föt…og hefði kanski ekkert dottið það í hug hefði vinkona mín ekki verslað reglulega í Spútnik og gefið mér innblástur. Ég geri það án þess að hugsa stanslaust “Vonandi er ég að gera alla karlmennina spólgraða með því að fylgja tískunni svona!” Trúðu mér, þetta snýst ekki aðeins um að kveikja í ykkur.
~*~
6. Ég vil líka benda þér á það að GELGJA er bara óhjákvæmilegt stig í lífi fólks, og miðað við það hvernig þú talar þá virðist þú vera á bullandi gelgju sjálfur, þannig að það fer þér kannski bara best að lækka í gagnrýnisröddinni.
Ok.
1. Ekki skrifaði ég þessa korka, gæti verið að það hafi verið gelgjurnar?
2. Já, ég hefði átt að skrifa ‘'Flestar’', enda meinti ég það. Erfitt að taka ekki eftir því. Kallast að ýkja.
3. Aftur. Ýkja. Fyrirgefðu, ekki jafn ljóst í þetta skipti, en það sem ég var að reyna segja er að strákar fara inn í búð, checka á flottum buxum eða hvað það er og kaupa það ef það er flott og passar.
Það eru afar fáir sem hugsa mikið um merki.
4. Nú veit ég ekki. Af hverju ættu gelgjur EKKI að laðast að mér en aðrar stelpur ættu að gera það?
Ef þú heldur að líkur sækir líkann þá er ég ekki í gelgjufötum né bendir neitt til þess að ég sé gelgja. Og já strákar geta verið mjög svo falskir, en ég er enþá að tala um gelgjur og bara gelgjur. Margar eru með bullandi tengsl (ríða stórum gaurum) og kjafta yfir því hvað þær ríða mikið á einni helgi og hvað þær geta látið lemja hvern sem er.
5. Mér þætti vænt um að fá einhver rök fyrir því að ég tali eins og gelgja.
Og þetta er
ALLS ekki
óhjákvæmilegt stig.