jæja núna er ég alveg að verða brjáluð þar sem að mamma mín talar endalaust um hvað ég verði að fara að hreyfa mig og losna við þessa ‘bumbu’…
annars hef ég alltaf verið voðalega sátt við líkama minn og mér hefur aldrei fundist ég eithvað feit en veit að ég gæti verið grennri… (ég er um 160 á hæð og 54 kíló…)
en já aðal málið er að ég hef reynt að grenna mig en ég enda alltaf bara í að svelta mig… ég bara get ekki sleppt út eins og t.d brauði og ef að ég er í ‘megrun’ þá finnst mér ég bara ekki meiga borða neitt og fæ samviskubit útaf öllu sem ég borða…
og mér líður þá virkilega illa sem að já segir sig sjálft ekki þæginlegt að vera alltaf svangur…
núna er mamma byrjuð að kvarta aftur og vill að ég fari að borða hollar (hún nærist engöngu á grænmeti og fræjum/baunum :S) mér finnst svoleiðis matur barasta ekkert góður :S
svo að mín spurning til ykkar er hvað get ég gert ég er búin að reyna að tala við mömmu og segja henni að hætta þessu þá fer hún bara að tala meira um að það sé nauðsinlegt fyrir mig því að ég hef fitnað svo… (sem að er ekki satt nema jú ég fæ túrbumbu eins og ég kalla það…)
og já aðal spuringin var… þar sem að pabbi ætlar að gefa mér pening til að kaupa mér ný föt núna :)
hvernig boli á ég að fá mér til að fela þetta fyrir mömmu/öllum?
veit að svartur virkar alltaf grennandi :)
og líka hvernig gallabuxur ætti ég að fá mér? vil ekki hafa þær svona rosa lágar því að þá kemur ‘bakspikið’ alltaf uppúr og verður mjög áberandi (ég er með stórar mjaðmir :( )
vonadi passar þetta hérna inn… veit ekkert hvert ég ætti að setja þetta annað…