Tjah, þessi skó greina bylgja kom í kjölfar að ég sendi inn grein um skóna mína:D En er það ekki í lagi, bara til að lífga þetta aðeins við:) En ekki fara að dissa skó…ég elska skó^^ En anyway..:P
Já, Ísland er dýrt á allan hátt, face it..Það er bömmer. En þess vegna voru utanlandsferðir fundnar upp^^
Og það er ekki svo erfitt að fylgjast með tískunni, skoðaðu úti og inni dálkanna í Fréttablaðinu á laugardögum og í Birtu, greinar í dagblöðum og tímaritum. Líka er mjög gott að skoða hvað gelgjurnar í skólanum eru í, þá ertu komin með þetta allt:) Og hvar á að kaupa þetta? Pff, allt sama sagan, Gallerí og allar þessar über tískubúðir..En þá þarf líka seðlaveski sem þolir það!
Já, mér finnst Diesel að verða ansi þreytt, og vera orðið merki um að maður sé tískufórnarlamb dauðans á nokkurn hátt. Það eiga allir sem eru eitthvað a.m.k. 2 stk Diesel buxur. Og þessi föt eru oftar en ekki keypt bara útaf merkinu. Þú kaupir ekki bol eða buxur lengur, “þú kaupir Diesel”. Ég tek eftir þessu hjá vinkonum mínum, sem búa í Diesel buxum og eru soldið über gelgjur..
Ótrúlega yfirborðskennt að maður sér flík sem er ekkert spes, en svo þegar maður sér að hún er þetta tiltekna merki, þá verður hún miklu meira töff og allra þúsundkallanna virði..Ég viðurkenni að ég lendi í þessu sjálf, ég er tískufórnarlamb, en ég hef ákveðið að hætta með Diesel og ekki eyða peningunum mínum í þetta. Ég á einar buxur sem ég er mjög ánægð með og ég mun láta gott heita við það, nema ég finni eitthvað mjög flott og þess sem virði er að eignast, en mun seint gerast held ég:) Svo eru gæðin líka af mjög skornum skammti eins og margir hafa tekið eftir…Þær rifna við minnsta átak. En ég hef ekki lent í því - ennþá O__o
Auðvitað er frábært að fara sínar eigin leiðir í klæðnaði og tísku! Það eiga allir rétt á því að hafa sinn eiginn stíl og útlit. Það er snilld að eiga eitthvað sem enginn annar á. Ég á örugglega allt að 10 klæðisplögg sem enginn annar(eða mjög fáir) á landinu á, og það er snilld! Ég geng í því sem mér finnst flott og er ánægð með það. Og svo flétta ég inní hluti sem eru í tísku þá og þegar:)
En já..Tískan er mjög afstætt hugtak og mun alltaf verða.
ok, ég er hætt núna:)