Það fer algjörlega eftir því hvernig fötum ég er í, en ég mæli með því að velja sér 3-4 liti (augnskugga) einn dökkan, einn ljósan og einn á milli (eða ef þú ætlar að hafa 4 þá tvo milli liti) og lita með dekksta þríhyrning í horninu lengst fá nefinu svo setja setja millilitinn sem næst dekksta litnum og svo ljósa litinn yfir allt, og upp að augnabrúninni… er reyndar mjög léleg í að útskýra, en þegar þú ert að fara að djamma þá, er alveg leyfinlegt að vera svoldið kreisí málaður, bara ekki fara alveg yfir strikið, mér finnst líka gaman að nota glimmer þegar ég er að fara á djammið, en glimmer getur verið svoldið leiðinlegt því að það getur farið niður á kinnar sem er fkn pirrandi,
ég nota venjulega Wales liti sem að ég fékk frá Hong Kong og er nýbyrjuð að nota maybelline dream matte mousse farða, mér finnst hann algjör snilld! Cover stick felara frá maybelline, Kanebu púður, nota oftast no name kinnalit, ég nota oftast Mac glært varagloss en blanda bleikum augnskugga í það.
Ég mæli sérstaklega með farða frá Mac og dream matte mousse farða frá Maybelline