Hmm, ég var á aðal verslunargötunni í Róm í nóvember og það voru auðvitað alls staðar vopnaðir og óhugnalegir dyraverðir eins og ber að skilja, en í vissum búðum, eins og Louis Vuitton og Gucci, var mér og ferðafélögum mínum ekki hleypt inn þar sem að við vorum ekki talin nógu gömul til þess að hafa efni á vörunum þarna inni (Já, ég röflaði og fékk að heyra þessi rök). En samt sem áður verslaði ég fyrir 20 þúsund í D&G svo það er ekki hægt að segja að ég hafi ekki efni á að versla í þessum búðum, þó ég sé aldrei að fara að versla peysu fyrir 200 þúsund. Ég sýndi meira að segja vörðunum í þessum búðum ofan í pokana frá sumum hinum búðunum, bara til að sýna fram á það að ég væri ekkert bara að fara inn í þessar búðir til þess að skoða.. Þó það hafi eiginlega verið raunin. :) Fúlt.
En já, út fyrir efnið, ég veit. ;)