hæhæ
Ég á pantaðan tíma í strípur og klippingu eftir helgi og er að spá hvað ég eigi að láta gera í sambandi við strípurnar.
Ég er með náttúruleg ljóst hár, rúmlega axlarsítt, er með gamlar brúnar og ljósari strípur. Það voru settar álstrípur í það en það tók bara svo helvíti langan tíma að vefja öllu hárinu inn í ál :S
Eru einhverjir aðrir strípumöguleikar í boði?
mig langar til að fá svona smá hreyfingu í hárið, langar ekki að hafa það einlitt….
ég veit ég get auðvitað spurt klipparann að þessu öllu, en langar að hafa smá mótaða hugmynd í kollinum þegar ég kem þangað…..