Ég er frekar óánægð með útsölurnar núna, útsalan í 17 var bara blöff, þegar ég fór þangað í byrjun útsölunnar í Kringlunni þá var 15% afsláttur af örfáum flíkum, ekki beint útsala.
Útsalan í Nanooq var reyndar ágæt en ég þurfti endilega að kaupa mér e-ð sem var ekki á útsölu en það var ekki þeim að kenna.
Svo fór ég í Top Shop í fyrradag og þó að úrvalið væri orðið býsna fábrotið þá var amk alvöru afsláttur af fötunum og ég keypti 4 flíkur fyrir 6.500 kr.
Ég versla mikið í Top Shop, þar er ódýrt og miðað við verð þá eru flíkurnar alvegágætlega endingargóðar og bómullargolirnir þar eru æði. Þetta er ekki hægt að segja um flest fötin í 17 nema kannksi Diesel en það er líka rosalega dýrt merki.<br><br>Talbína
Talbína