Því miður elskan, þá held ég að þú hafir ekki upplifað sanna ást fyrst að þú mundir ekki vilja neina aðra stelpu nema einhvert súpermódel. Útlitið skiptir ekki máli, nema ef þú lætur það skipta máli og veðrur heltekinn af því.
Þú mátt vera stoltur af sjálfum þér. Þegar ég lít í spegil þá segir ég ekki eitt einasta neikvætt um líkama minn. Alveg síðan ég var lítil þá hef ég ákveðið að sættast við þann líkama sem ég er með og rækta hann, ekki reyna að öðlast einhvern annan líkama og fara í fokk.
Þeir strákar/karlmenn sem ég umgengst eru engin módel. Þeir eru ekki fullkomnir. Ég þoli ekki grunnhyggt fólk sem hugsar bara um útlitið og hefur ekki sjálfstæða hugsun þannig að ég forðast þannig fólk. Vinir mínir eru ekki fullkomnir, þeir líta ekki út eins og módel og ég er með þeim út af persónuleikanum, ekki útlitinu. Ég tæki það ekki til greina að fara að umgangast snyrtilegasta fólkið í skólanum eða flottasta fólkið í skólanum, bara á þeim grundvelli að það sé flottast, sætast og á allt. Þú verður að viðurkenna að það er persónuleikinn sem skiptir máli hvort að þú vilt tala við þessa manneskju aftur eða ekki, ekki í hverju hún klæðist eða hvernig hárið lítur út. Ef persónuleikinn er nógu sterkur og á vel við þinn eigin húmor, þá muntu ekki útiloka þessa manneskju bara út af því að hún er með bólu á nefinu. Það er grunnhyggni.