Venjulega elska ég hárið á mér. Brúnt (litaði það reyndar aðeins dekkra), með stórar krullur og fallega klippt.
En upp á síðkastið er það farið að drappast niður. Það er líflaust (venjulega stóð það allt í loftið) og verður rosalega fljótt fitugt.
Ég veit ekki hvað það er. Er það sjampóið og næringin (nota Aloe Vera Safe Formula)? Er það gelið sem ég set í hárið (slysast reyndar stundum til að setja of mikið)? Eða vantar mig einhver vítamín?

Gerið það, komið með einhver ráð.