sæl veriði
var að velta aðeins fyrir mér, nú er það nú þannig að mer´finnst ekkert skemmtilegra en að verzla mér föt, þá sérstaklega dýr föt (kaupi ekki ódýr föt), en sama hvað ég kaupi mikið, ég fæ aldrei nóg, mér langar alltaf í meiri, ég fæ alltaf svona tilfinningu að ef ég kaupi bara einar gallabuxur í viðbót, þá verð ég set, en svo kaupi ég þær og eftir 1 dag langar mér í nýjan bol, nýja peysu, annan jakka, nýja skó og bara allt.
mér skortir ekki pening þannig að þetta bitnar ekki hart á mér fjárhagslega, en fólki blöskrar oft við að sjá verðmiðana, og reyni ég oft að fela það þegar ég kaupi mér ný föt, og ríf alltaf verðmiðana af áður en ég leifi nokkrum manni að sjá þau.
ég var að spá, upplifir einhver annar þetta?