Drulluflott? Hallærislegt. Það er hallærislegt að vera í ofurstuttu pilsi, hlýrabol og í svona krumpuskóm. Saman. Af hverju? Jú, það eru allir þannig. Það er ekkert flott lengur, það er ekkert flott að vera klónaður. Sýna smá sjálfstæði… Jú jú, allt í lagi að vera í pilsi, en sýna þá einhvern smá vilja og velja t.d. það að fara í skyrtu við, eða flatbotna skó.
Þið stelpur, þið megið alveg ganga í þessu. Mér er sama. En mér finnst virkilega hallærislegt þegar maður labbar um kringluna og sér einhverja 14-15 ára stelpu labba um í þessu ofurstutta gallapilsi í svörtu krumpustígvélunum og beiglitaða hlýrabolnum. OG ef maður fer á ball þá má bóka að í það minnsta 10 stelpur séu svona. Smá frumkvæði hefur aldrei drepið neinn… eða jú kannski ef nánar er á það litið…
En já, þetta er tískan í dag. Ég hef reyndar lúmskan grun að þetta verði ekki tískan á morgun (aka. næsta season) og vonandi dettur þetta úr tísku sem fyrst.