Snyrtideildin í Hagkaup í Kringlunni er mjög fín, það er ágætt að fara þangað og fínasta þjónusta. Það eru mjög oft sömu vörurnar þar og t.d. á snyrtistofum og í apótekum, en þar eru vörurnar bara dýrari. Ef þú ert ný/nýr í þessu mæli ég með að fara til snyrtifræðings í húðhreinsun eða eitthvað þannig og þá geturðu í leiðinni fengið ráð hjá henni hvernig vörur þú þarft að kaupa. Ekki láta hana segja þér hvaða merki þú átt að kaupa (því auðvitað vill hún bara selja þér sínar dýrustu vörur) heldur hvernig vörur; svo sem fyrir þurra, fituga, grófa húð o.s.frv. Þá geturðu nú farið nánast um allt og fundið snyrtivörur sem henta þér en hafðu í huga að það er gott að breyta til. :)