Ég er mjög mikið fyrir skó og pæli í þeim reglulega. (Mér er alveg sama þó ykkur finnist ég vera lowlife :P) Keypti mér 9 skópör í sumar, en komst síðan að því að þetta eru bara skór sem ég get notað í skólanum og svona dagsdaglega. Allt í lagi með það. En nú vantar mig svona flotta skó til að fara í út á lífið! Ég er mest í pilsum þegar ég er á djamminu, og var að velta fyrir mér hvort þið vissuð um einhverja flotta skó sem passa við bæði millisíð stutt pils? Þá er ég helst að tala um með háum hæl þar sem ég er frekar lágvaxin :D
Endilega ef þið vitið um einhverja flotta, nefnið búð og verð og svona ef þið munið eftir. Ekki væri verra að þeir væru þægilegir, svo maður geti dansað eins og óð manneskja!
Svo við höfum það á hreinu, þá er ég mikið fyrir tísku. Svo að ekki segja mér að fara bara í einhverja búð og finna e-ð sem mér finnst flott ;)
Takk takk :)
“Imagination is the only weapon in the war against reality.”