ég fæ engar bólur ef ég hugsa vel um húðina, en ég geri eftirfarandi:
á morgnanna strík ég yfri andlitið með heitum þvottapoka, nudda vel nefið og staði þar sem mikil fitumyndun er, og ber svo á mig svona rakakrem sem er ekki með olíu í. Mjög mikilvægt að það sé oil free, annars verður kanski of mikil fita í andlitinu.
Á kvöldin nota ég svokallaða andlitssápu (veit ekki almennilega hvað þetta heitir, þau vita hvað þú ert að meina á snyrtistofunum). eftir að ég skol það af ber ég aftur á mig rakakremið.
2-3 sinnum í viku nota ég svokallaðann andlitsskrúbb, eða svona kornakrem fyrir andlitið, en þá nudda ég því vel í húðina, sérstaklega nefið og ennið, en þar er yfirleitt mest fitumyndun, en það er svo þvegið af, gott að gera þetta áður en maður fer í sturtu og skola þetta svo bara af í sturtunni.
Hvað varðar líkamann þá þvæ ég hann bara eðlilega, nema axlirnar og efst á bakinu (en þar myndast of bólur líka), en þá nota ég bara venjulegt bodywash eða sjampó ef ég er ekki með annað, en 2-3 í viku nota ég líkamsskrúbb (kornakrem).
ef ég geri þetta allt reggluleg fæ ég engar bólur. ef ég verð hinsvegar latur í þessu þá fara þær að koma smátt og smátt, hinsvegar bara ein og ein sko, fæ ekkert mikið af bólum.
allar þær vörur sem ég nota í ofanfarandi lýsingu eru hágæðavörur sem ég fæ á snyrtistofum, ekki eitthvað hagkaupsrussl, hef prufað það og svoleiðis vörur eru bara ekki að gera það fyrir mig.
ég vona ða þetta hjálpi þér eitthvað ;)