Það er eitt sem ég er búin að þræta lengi við bekkjarsystur mína: að það sé óhollt fyrir hárið og húðina að fara annan hvern dag í sturtu með sjampói og hárnæringu. Hún trúir mér ekki, svo að mér datt í hug að spyrja ykkur hér á tísku-áhugamálinu. (Ég ætla að spyrja á heilsu-áhugamálinu líka, en ég efast um að hún myndi trúa svarinu þar ef það væri henni ekki í hag).
Svo… er, eða er ekki, óhollt fyrir hárið (og húðina) að fara í sturtu á hverjum degi eða öðrum hverjum degi með sjampó og hárnæringu? Og ef það er, hvað gerist við hárið? Verður það fyrr fitugt eða líflaust? Eða eitthvað annað?