Fataflóran á Akureyri…
Ég hef verið að spá í fataflórunni hérna fyrir norðan á Akureyri. Er það bara ég eða eru mjög takmarkaðir fatakostir hérna?? Það eru allir í sömu fötunum! Fatabúðirnar sem við höfum:
Centro, Gallerí, Perfect, Rexín, Retail, Sportver….Það sem ég man í augnablikinu og er það helsta held ég.
Centro: Hmmm…veit ekki alveg. Hægt er að finna ágætis boli, en mikið af smástelpufötum.
Gallerí: Búðin sem er höfuðstaður tilbeiðslu Diesel æðisins og Miss sixty ásamt e-u frá Sparkz. En það kostar sitt að versla í Gallerí!
Perfect: Fín búð, en mjög lítil og takmarkað úrval. Er mjög að fíla Blend vörurnar, though.
Rexín: Frekar kerlingarleg búð samkvæmt mínu áliti, og dýr held ég.
Retail: Hef nú aldrei nokkru sinni komið þar inn;)
Sportver: Þar er nú hægt að fá fínustu sportmerkjavörur, svo ekki sé minnst á hið svaðalega kúl merki Nikita.
Ég biðst forláts ef ég er að gleyma e-u sem ég geri örugglega. En mér finnst þetta ekki nógu gott! Ég vil fá betri fatabúðir! T.d. Topshop, Blend búðina og svo auðvitað Zöru sem ég er virkilega að fíla! H & M? Ég er í virkilegri fýlu, ég nenni ekki að fara alla leið til Rvk. Bara til að versla föt… Er einhver sammála mér? Betri föt á Akureyri!!!