Dýrt og ekki dýrt. Dísel er dýrt miðað við gæði. Alltof dýrt. Flest inn í 17 og Deres er alltof dýrt miðað við gæði. Það er svo ógeðslega mikið okrað á þessu miðað við eðlilega álagningu og gæði á vörunum að það er fyndið.
Aftur á móti þá eru til góðar, vandaðar vörur, sem falla í skugga þessara dýru sleezy varna sem t.a.m. Deres og 17 selur oft á tíðum. Jú, það er til eit tog eitt gott snið af diesl buxum en hey! Það eru til dæmi um að buxur hafi rifnað í sundur frá dísel… góð meðmæli? Fötin í Retro eru reyndar vönduð, gæðavörur og það þýðir að það hefur kostað meira að gera þau, sem þýðir: Það kostar meira að kaupa þau. En það þýðir líka að það endist lengur og þú getur notað það oftar, í tíu ár þess vegna, þ.e. ef tískan og líkaminn og lífsviðhorfið stendur í stað…
3000 kr. buxur endast einu sinni. 1000 kr. bolir endast í einn þvott. ÞEtta vita allir. Það er hægt að detta á einn og einn ágætis 1000 kr. bol, en það er ekki algengt. Það er fútt í því að kaupa merkjavöru, en það eru ekki nærri því allir sem skilja hugtakið að kaupa merkjavöru. Sumpart er það út af snobbi, satt er það, en sumpart, og meiri part er það út af því að þetta endist lengur og fólki finnst það fá meira fyrir peninginn…