Til að byrja með, þá er þetta náttúrulega alveg þín ákvörðun, og þú ættir að fara eftir eigin skoðunum fullkomlega. En þar sem þú ert að spurja mig um ráð, þá er ég meira en tilbúin að hjálpa ;)
Ég fæddist með ljósrautt hár (eiginlega gyllt), hvíta húð og svargræn augu. Svolítið spes lúkk þegar ég segi það svona, en ég gæti ekki verið ómerkilegri :p
Hins vegar litaði ég fyrst hárið eftir fermingu, en þá fékk ég mér ljósar strípur. Svo prófaði ég ljósar og dökkar, og loks litaði ég heillitun í hárið á mér fyrir rúmlega ári. Þá litaði ég það svona súkkulaðibrúnt. Mér, og öllum sem ég veit um, finnst það dökka fara mér mun betur. Þótt ég hefði ekki beint búist við því fyrir fram.
En eins og ég segi, þá gæti ástæðan verið sú að ég er með mjög dökk augu. Þar með virkar dökka hárið aðeins náttúrulegra á mér, en það annars mundi.
Ég vil koma því á framfæri að mér finnst koparrautt hár flottara en allt, og ég ráðlegg þér því að lita það ekki!! En ég skil það líka að þú viljir fá tilbreytingu.
Sambandi við litunina, þá finnst mér góð hugmynd hjá þér að prófa fyrst að fara varlega í þetta með strípum. Sumum fer það vel að vera með strípur, jafnvel í fleiri en tveimur litum. Mér finnst það samt alltaf einhvernveginn náttúrulegra, fallegra og hreinlegra, ef að hár er nokkurn vegin í sama litnum (mjög flott reyndar að vera með strípur eða lokka í sama lit, bara öðrum tóni).
Ég held að það sé betra fyrir þig að prófa fyrst með pakkalit, því þá er breytingin ekki jafn varanleg ef eitthvað mistekst. Það er líka gott að vera með pantaðan tíma á stofu, sem nokkurs konar öryggisnet.
Ég vona bara að ég hafi e-ð getað hjálpað, og að þú verðir sátt með hárið á þér sama hvað þú ákveður að gera.
Gangi þér vel ;)
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'