ég þekki fólk sem mundi alls ekki teljast vera myndarlegt. Því miður, staðreynd. En þegar maður talar við þetta fólk, þá fer maður ekkert að hugsa um það hvernig það lítur út, bara hvað það er skemmtilegt.
Útlitið skiptir ekki máli, heldur innihaldið. Í síðustu seríu af ANTM kom Shandi, þessi lúði inn í seríuna. Nörd, ekkert falleg og bara… dull… ekkert. En hvað gerðist? Hún var sú sem komst lengst. Hún hafði persónuleika, hún hafði eitthvað sem var sérstætt, það er útlit sem enginn hafði nema hún. Sarah aftur á móti, sem kom frá Austurlöndum fjær, hún var mjög falleg að mati margra, en of venjuleg. BAra beint nef og ekkert sérstök. Hver hefði trúað því að Shandi, þessi “ljóta” stelpa mundi ná að vera lengur en Sarah? Þessi gullfallega manneskja?
Það er sem ég er að segja er að staðlað útlit er ekki málið. Stór brjóst, beint nef, há kinnbein, 176 cm á hæð og skóstærð 38 eða eitthvað… Normið er bara ekki það eina sem til er í heiminum, það er til fullt af gullfalegu fólki, sem kannski lítur ekki vel út en hefur hjarta á við gull, annað en margar af þessum þokkadísum sem gætu verið tröllskessur ef maður mundi snúa þeim við.