Tískan í dag er svo skemmtileg því það er svo margt í gangi.
Þetta er blanda af öllu mögulegu, rómantískri seventees-hippatísku, “ethnic”tísku, svona indverskum/afróstíl, leðurjökkum, kúrekastígvélum og gallabuxum. Svo eru líka áhrif frá pönkinu og þessu öllu er blandað saman. Litirnir eru líka svo flottir í súmar, klæðilegir sterkir litir sem gera mikið fyrir okkur, coral bleikt, grænt, túrkis, hvítt, lilla og orange eru litir sumarsins og auðvitað svart, brúnt og koníakslitur í leðri.
Þetta er falleg tíska, fyrir konur á öllum aldri. Fyrir utan þessu sterku liti eru mildu litirnir alltaf inni og þegar búið er að steypa þessu öllu saman verður úr alveg svakalega smart og yfirveguð tíska þó hún sé svona frjálsleg. Lykillinn er bara að blanda saman og blanda rétt..Það sem er nauðsynlegt í sumar er: stuttur leðurjakki, vítt munstrað eða einlitt pils, breið belti, toppa í fallegum litum, bjarta liti í göllum, flottar gallabuxur, skemmtileg hálsmen og eyrnalokka. Svo eru skórnir fléttaðir sandalar, “wedge”-skór (fylltur botn), “Fryeboots”, kúrekastígvél, og svo stór flott leðurtaska.
Ég þakka fyrir mig.
Endilega leiðréttið mínar stafsetninga og málfræðivillur!!