Ef maður ætlar að fá sér góða bursta þá þarf maður að eyða slatta í þetta, nýjasta nýtt er t.d. meik bursti frá Esteé Lauder. Svaka flottur og góður, hef prófað svoleiðis. En hann kostar líka 3000 kall :s Svo er gott að fá sér einn stóran bursta fyrir kinnarnar. Virkilega stóran meina ég þá, það kemur betur út en að nota litla.
Oooog, svo keypti ég mér um daginn frá NoName svona augnskuggabursta, með svona mjúkum og svona þunn hár einhvern veginn. Hann kostaði 1500 kr og er geðveikt góður, maður getur skyggt mjög vel. Ef eitthvað er möst þá er það þessi bursti ;)