Ég er búin að vera með gat í naflanum í 5 ár og ég skal nú bara segja þér það að ég fann EKKERT fyrir því þegar gatið var gert..sumir finna aðeins fyrir því en ég get næstum lofað þér því að það er alls ekki vont. Eina sem er svolítið óþægilegt er sýkingarhættan eftir að gatið er gert. Það kemur sýking hjá langflestum, bara mismikil. Þá er bara að passa að sótthreinsa vel.
Lögunin á naflanum skiptir engu máli. Mér fannst ég vera með mjög ljótan nafla, en ég fíla hann mun betur núna (kannski því hann sést mjög lítið fyrir naflahringnum). Þetta á ekkert að teygjast ef þú verður ólétt ef þú tekur pinnan úr á meðan á meðgöngunni stendur. Vinkona mín er líka með naflalokk og er búin að eignast barn, og hún tók bara pinnan úr á meðan hún var ólétt, svo greri reyndar fyrir gatið á meðan, en hún lét bara gera nýtt gat þegar krakkinn var fæddur og maginn orðinn eðlilegur. Naflinn varð ekkert teygður eftir pinnann.
Allavegana..ég get eiginlega ábyrgst að þú tekur varla eftir pinnanum eftir nokkrar vikur, þetta er alls ekkert óþægilegt og það þarf ekkert að hugsa um þetta.
Gangi þér vel ;)