Victoria Secrets er á mælikvarða Prada og Vercace hvað varðar vinsældir.
Aftur á móti, þá skiptir ekki máli hvort að þessar naríur séu óþægilegar eða eitthvað, því að þetta selst. Victoria Secrets selst út af merkinu og punktur.
Og nei, það þarf ekki bara snobb merki til að komast framhjá múrnum. Láttu þig dreyma. Það þarf miklu miklu meira en það…
Og nei, það er ekki tómt rugl að fólk fari bara í kringluna. Í kringlunni er t.d. læknisþjónusta, augnlæknir, stoðtæknir, tannlæknir. Það er fólk sem fer í kringluna til að leita sér af þessari þjónustu líka og skoðar í leiðinni. Allt annað með Smárann. Í verslunum í smáralindinni er afskaplega lítil velta. Það eru margar verslanir í smáranum að flýja, það eru biðraðir í það að fá húsnæði í kringlunni. Það er bara einn staður þar sem fólk vill versla á, og það er kringlan. Veistu, ég veit alveg fullkomlega hvað ég er að tala um þegar ég er að segja að smáralindin er dautt svæði. Og nei, það er varla hægt að eiga verslanir á öðrum stöðum en kringlunni án þess að fá frábæra veltu. Það er bara varla inn í myndinni. Kringlan er eini staðurinn sem fólk vill koma, eini staðurinn sem fólk kemur, þó að þú farir frekar í smáralindina þá koma í það minnsta þrefalt fleiri inn í kringluna en í smáralindina. Smárinn er hræddur við að gefa upp fólksfjöldatölur á fundum. Hvað segir það þér?