Hef alltaf verið að velta fyrir mér hvað mjótt/grant fólk hefur á móti fólki sem er feitt. Er þetta einhver minnimáttakennd að þurfa alltaf að hafa einhvern sem lítur verr út en maður sjálfu svo manni líði betur með sjálfann sig eða hvað?
Ég á frekar breiðann vina hóp, feita vini, mjóa vini bara allskonar vini. Það eru hellst vinkonur mínar sem eru mjóar sem gagnrýna annað fólk alveg rosalega vegna útlitsins, t.d: vá djöfulli er hárið á henni ljótt, jesús hvað þessi er feit, það ætti nú að senda þessa í fitusog, þessi þarf lítaaðgerð og svo framvegis.
Vinkonur mínar sem eru frekar þybbnar jafnvel feitar gagnrýna mikklu mun minna annað fólk af útlitinu þær horfa frekar á persónuleikann heldur en útlitið, það er kanski því ef þær myndu gagnrýna feitt fólk þá væru þær í raun og veru að gagnrýna sjálfa sigm en það er ekki bara holdafarið sem þær gagnrýna ekki, mjóu vinkonur mínar gagnrýna mjög mikið í fari annara bara alla hluti eiginlega meða hinar vinkonur mínar gera það ekki
Er það þannig að fólk sem er mjótt og lítur vel út telji sig einhvernvegin yfir aðra hafna og geti þessvega gagnrýnt allt og alla eins og þeim sýnist bara vegna þess að það lítur vel út?
Ég skil ekki afhverju fallegt fólk heldur að það sé svona mikið betra en aðrir.. og ég veit um stelpu sem fékk anorexíu því hún heyrði aðrar stelpur tala um hvað hún hefði nú fitnað og þyrfti að fara að gera eithvað í þessu og svona, þetta er slæmt mál að fólk gagnrýni annað fólk!!!