aflitunarefnið inniheldur ýmis mjög slæm efni fyrir hárið þ.á.m. peroxide sem deyðir hárið, og á endanum verður hárið eins og gamalt hey. Fyrir utan kostnaðinn við þetta. Best bara að sleppa þessu og til að fríska aðeins uppá útlitið setja skol í hárið því það virkar eins og hárnæring og þvæst úr hárinu á 4-8 vikum.
Sorrý, ég veit ég er ekki að svara spurningu þinni og að þetta eru óþarfa smámuna-leiðindi í mér… en plís ekki segja ‘hvað gerist fyrir…’ það er e-ð með þetta, þágufallsskýki og að segja ‘ég vill’ sem að fær bara hárin til að rísa á mér..:P
Ég lofa því að ég er umburðarlyndari með margt annað! ;)
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'
málfræðilega séð er rétt að segja ég vill, en rangt að segja ég vil. en hvað á maður að segja ef maður segjir ekki hvað gerist fyrir? dettur í hug ég kemur fyrir…?
málfræðilega er rétt að segja ég vil, ekki ég vill. Það máttu bóka.
En jámm, það er mun réttara að segja ‘Kemur fyrir’ en ‘Gerist fyrir’.
Annars var ég bara svona að benda á þetta, ég tek bara svo mikið eftir því hversu margir gera þessa málfræðivillu. Ég var alls ekki að reyna að skapa neina málfræði-umræðu :)
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'
Ef þú ætlar að aflita það ALLT ættir þú að gera það hægt og rólega (fer náttúrulega eftir þínum háralit) þar til það verður það ljóst að það er ekki of hættulegt að aflita. Ef þú ert t.d. með svart eða dökkbrúnt skaltu gera það ljósara MJÖG VARLEGA.
Ég t.d. er að stefna að hvítu og lita mitt rautt núna (var svart). Þetta getur tekið meira en ár, en ef þér er annt um hárið þá gerir þú þetta ekki hranalega:D
Skol er litur sem fer úr eftir einhvern ákveðinn tíma. Það endist yfirleitt í 6-8 vikur, en það fer aldrei ALVEG úr, það verður bara ljótt eftir smá tíma:P
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..