Ég mundi segja að í kvk tísku sé þetta það sem stendur uppúr (ég sleppi því tvennu sem þú nefndir, en pelsar, herðaslár og vesti úr loðskinni eru mjög mikið í tísku núna):
Að ofan: Bolir í ýmsum litum…pastellitirnir eru alveg dottnir út, og það sem er vinsælast núna eru bara náttúrulegir litir á við svart, hvítt og brúnt. Flott að hafa bolina aðskorna en ekki þrönga…alveg þröngir bolir fara mjög fáum vel. Peysur eru oft síðar, svolítið víðar en þröngar um mjaðmirnar. Þær eru oft í sömu litum og ég nefndi hér að ofan. Það er líka töff að vera í lopapeysum í sauðarlitunum…
Að neðan: Sama þótt að stuttu gallapilsin með svörtu gammósíunum gangi alveg ennþá…þá eru þau smátt og smátt að detta út og víkja fyrir síðari og víðari pilsum. Pilsin eru oft aðeins ójöfn að neðan, eru í sömu náttúrulegu litunum og flest fötin um þessar mundir. Þau eru flest þröng á mjöðmunum og alveg efst, en víð frá miðjum rassi og niður. Gallabuxur í næstum öllum sniðum eru inni og þær sem eru þröngar alveg niður eru að koma sterkari inn.
Skór: Stígvél stígvél stígvel. Sérstaklega svona mokkasínu-kuldastígvél. Auðvitað ganga lægri skór alveg líka ;)
Yfirhafnir: Leðurjakkar, í ýmsum sniðum og litum (samt algengastir í svörtu og brúnu eins og næstum allt annað :P) Líka 1930- kápur, með belti í miðjunni…
Aukahlutir: Stórir og fyrirferðarmiklir hringar, armbönd, eyrnalokkar eru flestir annað hvort risastórir og lafandi, eða þá litlir sem ná ekkert niður fyrir eyrnasnepilinn. Þykk og stór leðurbelti eru algjörlega málið. - Mikið af þessu er flottara ef það hefur svona ‘antique’ útlit. Notaðar, gamlar töskur eru líka mjög inni og það er um að gera að spurja mömmur og ömmur um gamlar töskur sem þær áttu þegar þær voru ungar…eða allavega yngri :)
Þetta er bara það sem mér finnst standa uppúr og vera mest áberandi. Ég er pottþétt að gleyma eitthverju.
En eins og ég hef sagt áður finnst mér málið vera að fara ekki nákvæmlega eftir þessari tísku, heldur velja og hafna og búa til þinn eigin persónulega stíl útfrá því sem er heitast hverju sinni.
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'
Tískan í vetur er búin að vera soldið skemmtileg. Það getur hver sem er fundið eitthvað við sitt hæfi sem að er einnig “í tísku” Það er búið að koma svoldið af hlutum sem að eru búin að slá í gegn, M.a Poncho, glitrandi nælur, sonna loðdæmi um hálsinn, UGG stígvélin (sem fara trúlega að detta út bráðum) , kúrekastígvél og margt fleira. Litirnir sem að eru mest áberandi eru þessir tíbísku haustlitir (brúnn og svartur t.d) sem og meiri áberandi litir með. T.d blár, grænn, gulllitaður, silfraður, brons, ljósblár og svo sýnist mér rauður vera að koma soldið meira. Mér persónulega finnst rosalega gaman að blanda þessu casual dæmi með einhverju fínna T.d gallabuxur og kjóll.
Það sem mest hefur verið um er þessi franski kvennlegi, afslappaði (ritara ) stíll en auðvitað er lang flottast að búa bara til sinn eigin. :D
Í rauninni þarftu ekki annað en að líta inn í einhverja búð sem að er leiðandi í tísku T.d TopShop (sem er þekt fyrir að kópía hátískufatnað og gera hann aðgengilegri almenning) og sjá hvað þeir eru með.
Gangi þér vel og mundu að það er mikilvægt að velja föt sem að fara þínum líkama og sem að þér líður vel í :D :D :D
0