auðvitað er aðalmálið að vera ánægð með sjálfa þig, sumt fólk hagar sér bara eins og það sé rosa fallegt og þá verður það fallegt! en það er náttúrulega soldið erfitt að ákveða bara allt í einu að maður sé með svaka sjálfstraust svo það verður að byggjast upp smátt og smátt…
En svo ættiru kannski að íhuga eitthvern nýjan stíl… ég veit ekki hvernig stíl þú ert í núna, kannski hentar hann þér bara ekki, nema þú pælir bara voða lítið í því… finndu þér föt sem eru flott og þér finnst gaman að vera í, alger óþarfi samt að eyða tugum þúsunda… og prófaðu nýja klippingu, breyttu til! það er alltaf gaman og þér líður vel þegar þú ert ánægð og líður þar af leiðandi betur með sjálfa þig!
Það er alger óþarfi að nota mikinn farða, aðalmálið er húðin og hana er alltaf hægt að laga með kremum og svoleiðis…
Og svo þegar þú lítur í spegilinn á morgnana skaltu bara hugsa um það sem þú ert ánægð með og viti menn! þú ert nú bara nokkuð sæt…!
Datt ekkert smellið í hug..