sko.. ég er með frekar slétt hár… og ódýrasta og einfaldasta aðferðin sem ég þekki til að fá krullur eða liði er að gera nokkrar fiski/fastafléttur í hárið.
ég hef oft gert þetta, hef gaman af því að breyta til og vera með slétt hár og krullað til skiptis.
það fer eftir því hvað maður vill vera með fíngerðar krullur hversu margar fléttur maður herir. oftast geri ég 3 fléttur, en stundum 5.
síðan getur maður sett froðu í hárið til að halda krullunum föstum.
það skiptir engu máli þótt að maður sé ógeðslega lélegur að flétta. þú ferð bara í sturtu um kvölduð og fléttar það þegar það er blautt, sefur svo með það. svo um morguninn tekuru flétturnar úr… þú getur blásið hárið ef það er einhver raki eftir í hárinu (mitt hár er alltaf lengi að þorna) …þá eru komnar fínindis krullur….
:)