Það sem hefur verið í tísku hjá mér síðatliðið ár og núna eru áhrif frá the roaring 20's og allveg að 50's tímabilinu. Hef alltaf haft gaman af þessum tímabilum en alldrei hugleitt að klæðast þessu, enda var ég of mikið “goth”. En núna nýlega ákvað ég að prófa og fór að leita af vintage fötum einsog þau kallast á ensku og viti menn, þetta kom bara í tísku og þetta er til útum allt :P Það sem ég sé að er mikið inni eru uggs (breiðir loðskór), nælur, síðir treflar/prjónuð sjöl/þunnir klútar, beinsniðnar gallabuxur, ég sé að lágu buxurnar eru ekki eins mikið í tísku og loðfeldir eru meira sjáanlegir og mér finst mjög auðvelt fyrir fólk að klúðra því! hef séð fólk með loðfeld um axlirnar sem er enn með andlit, búið að setja í gerviaugu og það eru enn klær á loppunum! tsk tsk ekki geðslegt. Sem betur fer hefur yngri kynslóðin haldið sig við pels-jakkana en það eru ekki margir samt sem fylgja þessu.