ok. ég vil taka það fram fyrst að ég er sjálf mikill aðdáandi 2nd-hand fatnaðar, og er þar með ekki að ráðast á þá sem fíla það líka.. en:
finnst einhverjum öðrum hérna verslanir einsog t.d. spútnik vera bölvað rip-off? Er eðlilegt að versla föt utanfrá sem hafa gengið manna á milli í óskilgreindan tíma fyrir skít og kanil og selja svo á uppsprengdu verði hérna heima ? Reyndar veit ég vel að það eru nú fleiri staðir sem selja 2nd hand einsog t.d. Rauði Krossinn og Kolaportið, en það er oft erfiðara að finna eitthvað þar sem passar nema maður se ungabarn eða kominn yfir fimmtugt.
Sem dæmi: var að leita mér að flottu skópari fyrir einhverju síðan, og datt þá inn í spútnik. Sá þar ansi gæfulegt par, en mér blöskraði svo þegar ég komst að því að þeir kostuðu heilar 12.000kr.!! Maður gæti alveg eins labbað inn í einhverja tískubúðina og fengið nýtt par! Þetta endaði svo allt með því að ég fór einfaldlega í rauðakrossinn og varð svo helvíti heppin að fá skó sem voru mjög líkir hinu parinu á 500kall!
Einnig hef ég búið úti og þar fyrirfinnst ekki svona prís á notuðum fatnaði. Hvers vegna gengur þetta upp hér?
Aðalmálið er: finnst ykkur eðlilegt að selja gamlar notaðar vörur á verði nýrra? (og oft dýrari..)