Ég var að pæla með eye-linera. Ég hef ekki notað þannig mikið áður, en vil nota svona spari, ekki mjög áberandi. Ég er með mjög dökk augnhár, en lítil augu (gleraugun minnka þau enn meira!), þannig að hvaða lit er best að kaupa, og hvernig nota ég hann svo að augun “stækka”??? En samt ekki áberandi.
Eye liner stækkar ekki augun, frekar að þau virðist minni. Ég er með blá augu, frekar dökk augnhár og svarbrúnt hár, mér hefur verið sagt að svartur eye liner fari mér best. Veit ekki með þig.
Mér var einhvern tímann sagt að ef maður setur bara mjóa línu af eye liner, þá stækka augun .. en aftur á móti ef maður setur svona mikið .. þá minnkar það bara augun .. Held að það sé nokkuð til í þessu =) er samt ekki viss :)
Ég myndi giska á að svartur litur færi þér best án þess að vita nokkuð um það þó, ég veit ekki nákvæmlega hvernig þú lítur út. En samt sem áður er ekki fallegt að vera að troða eye-liner á sig ef maður er með lítil augu því þá minnka þau ennþá meira.:S
svartu eye-liner minkar augun, en ljós t.d. ljósblár,hvítur og fl. ljósir litir, gera það að verkum að augun virðast stærri. Endilega prufaðu þetta=) Samála Jessalyn, með að klesstur og of mikill svartur eye-liner er alls ekki flott..
eitt sem virkar alltaf til að stækka augun, að nota hvítan augnblýant í augnbarmana, efri og neðri, ef þið skiljið hvað ég á við, og nota svartan maskara á efri augnhárin…
Einmitt það sem mig grunaði, fann þetta á netinu: Setja hvíta blýantslínu inn í hvarminn bæði efri og neðri. Nota ljósan augnskugga á augnlokin, fallegan lit í augnlínu sem nær aðeins rétt inn fyrir miðju á efra augnloki. Línan á að vera mjó inn á milli augnháranna en aðeins þykkari í endann sem vísar út og upp í áttina að enda augabrúnarinnar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..