Svörin sem þú hefur fengið eru augljóslega misjöfn og erfitt fyrir þig að átta þig á hvað rétt er, en málið er margir svara bara því sem það heldur/finnst.
Það er alltaf sagt að hárið vaxi eitthvað hraðar þegar það er sært en maður veit ekki alveg, ég hef farið í klippingu á mörgum stöðum og fæ alltaf mismunandi svör.
Allavega veit ég eitt fyrir víst. Því sjaldnar sem þú lætur særa það, því meira slitnar það og því meira þarftu að láta taka að því þegar þú ferð þá loks í klippingu. Þannig séð kemur þú því út í “gróða” ef þú lætur særa það oftar. :)
Vonandi hjálpar þetta eitthvað. :P