Jæja. Ég var í Svíþjóð og fór á markað. Þar sjá ég svona allskonar skartgripi búna til úr hnífapörum. Svo sá ég eitt sem skarsig úr og það var gamaldags lykill í keðju. Mig langaði rosa mikið í hann en keypti hann ekki (stupit ég).
Svo kom eg til Íslands. Þegar ég fór í pennann í Kringlunni til þess að kaupa eitthvað fyrir skólann rakst ég á blað frá Ameríku.Á forsíðunni var Avril Lavigne (ég dýrka hana sko). Á myndinni var hún með nákvæmlega eins eða mjög svipaðann lykil um hálsinn. Gamaldags lykill í keðju. Fyrirsögnin um hana var
Avril Lavigne and her sexy new look
En af því að mig langaði svo mikið í hann í Svíþjóð og keypti hann ekki. Mér fannst hann samt flottur líka þá. Og svo sá ég uppáhalds söngkonuna mína með svoleiðis að þá langaði mig enþá meira í hann. Þess vegna langar mig að spyrja ykkur hvort að þið hafið séð svona á Íslandi? Vitiði hvar svona fæst?