Kona nokkur, sem ég kannast við, var að reyna að eignast barn með manninum sínum. Eitthvað gekk það erfiðlega og því fóru þau í allskonar test og þvíumlíkt. En ekkert gekk.
Þetta er heilbrigð kona á þrítugs aldri og því skrýtið að svona skuli vera.
En einn daginn, algjörlega ótengt barneignarmálum, fór þessi kona til húðsjúkdómalæknis vegna þess að hún steyptist allt í einu í andlitinu í bólum.
Læknirinn spurði hana hvort hún notaði einhver ákveðin krem. Hún notaði meik, rakakrem og önnur svipuð krem nánast daglega.
Raunin varð sú að í mörgum snyrtivörum er efni sem heitir Methylparaben, sem er bensíntengt.
Ástæðan sú af hverju þetta efni er sett í snyrtivörur er útaf því að þetta virkar sem rotvarnarefni, því jú snyrtivörur verða að endast eitthvað.
En málið er að Methylparaben getur haft áhrif á hormastarfssemi fólks og þar af leiðandi gert það ófrjótt. Svo orsakar það líka bólur (útaf hormónabrengluninni).
Í dag er þessi kona hætt að nota allar snyrtivörur sem innihalda Methylparaben, vegna þeirra slæmu áhrifa sem það getur haft.
Þegar ég heyrði þetta fór ég yfir allar þær helstu snyrtivörur sem ég á. Ég fann þetta efni í meiki, rakakremi, hreinsifroðu, hárnæringu, tannkremi, body lotion og handaáburði.
Mér finnst líka einstaklega kaldhæðnislegt að vita að þetta efni er sett í andlitshreinsivörur, sem eiga að taka burt bólur, því þetta efni getur orsakað bólur!
Auk þess má geta að Methylparaben er mjög algengt í vörum frá Body Shop sem gott dæmi.
Ég hvet fólk til þess að lesa innihaldslýsingar á öllu sem það kaupir. Þó maður skilji ekki öll heitin á efnunum er alltaf hægt að fletta þeim upp á netinu :)