Það fer eftir því hvað þú ætlar að fá marga lokka og hversu sítt. Hversu lengi það dugar fer líka eftir því hvað þú ferð vel með gervihárið.
Ég veit um 2 stofur sem gera svona þær eru Rauðhetta og úlfurinn, og Space. Prófaðu bara að hringja þangað og spurja.
Ég mæli samt ekki með því að þú fáir þér hárlengingu ef þú ert með þunnt hár. Gervihárið er nefnilega fest við rætur á lokk úr þínu hári og ef þú ert með þunnt hár eða viðkvæman hársvörð getur þessi lokkur dottið smám saman af og þá færðu skallablett.
Líka þegar þú ferð í sturtu eða í sund þyngist hárið mjög mikið og það er óhollt fyrir hárið og hálsinn.
Tvær vinkonur mínar hafa fengið sér svona og þær eru báðar mjög óánægðar og tóku lokkana úr sér innan við 4 mánuði.<br><br>“Happy Humping”- Phoebe í friends