Hæ
ef að þú ert að lita á þér hárið í fyrsta skipti mæli ég ekki með því að þú heillitir það heldur fáir þér strípur frekar. ég myndi ekki heldur lita það í einhverjum svaka sjokkerandi lit í fyrsta skiptið heldur bara lýsa/dekkja um nokkra tóna
það er “inn” í sumar að vera með stuttar tjásur ofan á hvirflinum og setja svo vax í það og láta það standa út í loftið og styttur í restina af hárinu… en ég er samt ekki að segja að það fari þér :)
best er að fara á hárgreiðslustofu, ekki endilega þá sem að þú hefur alltaf farið á, prófaðu að finna þér nýja því ef að þú ferð á hárgreiðslustofu sem að þú hefur farið á alla þína ævi þá hafa hárgreiðslukonurnar tilhneigingu til að vilja bara halda hárinu þínu eins og það er “því að það fer þér svo vel”
ég persónulega mæli með salon veh í húsi verslunarinnar, ein af bestu hárgreiðslukonum landsins (elsa) vinnur þar.
Allavegana, farðu á hárgreiðslustofu og biddu um ráðgjöf, hvað myndi fara þér best (þá er litið á líkamsbyggingu, andlitsfall, hárgerð, sveipi og fleira) og endilega segðu hárgreiðslukonunni sem að þú talar við hvað þú ert tilbúin til að eyða miklum tíma í hárið á þér á dag (ekki gaman að fá frábæra klippingu sem að þarf klukkutíma til að gera til ef að þú vilt bara eyða max 5 mín í hárið á þér á dag)
einnig í sambandi við verðið myndi ég prófa að hringja á nokkrar hársnyrtistofur og spyrja um verð hjá þeim og klippingu og litun/strípum og velja svo það sem að þér lýst best á (en hafðu þó í huga að ef að verðið er kannski 1000 krónum dýrara á einni hársnyrtistofu en annarri þá er kannski betri vinna þar og þar græðiru)
Vona að þetta hjálpi þér eitthvað, ég er nota bene hárgreiðslunem í iðnskólanum í reykjavík svo að ég ætti að vita hvað ég er að segja ;)<br><br><font color=“Fuchsia”>*twink*</font> <b><font color=“red”>[</font><font color="black">.</font><font color="red">e</font><font color="black">v</font><font color="red">i</font><font color="black">l</font><font color="red">.</font><font color="black">]</font><font color=“red”>v</font><font color=“black”>e</font><font color=“red”>n</font><font color=“black”>u</font><font color=“red”>s</font><font color=“black”>s</font></b> <font color=“Fuchsia”>*twink*</font>
<a href="
http://www.model.is/">Módel.is</a