Já, ég veit að öllum stelpum langar til að líta út eins og aðal módelin og allir strákar vilja byrja með þeim…en eru súper módel svo eðlileg???Vissir þú tildæmis:
VARÚÐ! Þetta er mest hugsað fyrir ykkur stelpur!!
… að ef gínur í búðum væru raunverulegar konur væru þær of grannar til þess að fá blæðingar?
… að af 3 milljörðum kvenna í heiminum eru aðeins u.þ.b. 10 súpermódel?
… að Marlyn Monroe notaði stærð 14 (ameríska) og hafði alla karlmenn í vasanum án þess að nokkur kvartaði yfir kílóunum á henni?
…að ef Barbie væri alvöru kona væri hún svo vansköpuð að hún yrði að ganga á fjórum fótum?
… að konur eru að meðaltali 65 kíló (ekki hávaxnar) og nota stærðir 12 til 14 (amerískar)!!
… að ein af hverjum 4 konum á háskólaaldri þjáist af einhverskonar átröskun?
… að fyrirsæturnar í glanstímaritum og sjónvarpi eru lagaðar til í tölvu eða fiffaðar með lýsingu og ljósmyndatrikkum?
… að rannsóknir hafa sýnt að fimm mínútna lestur glanstímarita veldur þungu skapi, skömm og sektarkennd hjá um 70% kvenna.
… að fyrirsætur fyrir 20 árum voru 8% léttari en konur almennt?
… að fyrirsætur í dag eru 23% léttari en konur almennt?
Fegurð konunnar er ekki hægt að smækka niður í mælieiningar heldur felst hún í þeirri útgeislun sem ástin á sjálfri sér veitir hverri og einni.
-Fegurð felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með árunum.
-Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.
Það er ekki bara ljóta fólki sem segir svona!