ég segji enn og aftur::::::::::
Blá augu
1. Reynslan og sannleikurinn sýnir að: sanseraður, grár, lillablár, ljósfjólublár, dökk blár (dekkri en liturinn á augunum þínum, það gerir augun þín skærari), eru flottir litir fyrir blá augu. Svartur skuggi á móti ljósbláum lit gefur augunum “smoky” útlit.
2. Flottir og djarfir litir fyrir blá augu: silfurlitaður, túrkisgrænn (gerir öll blá augu ljósari).
Græn og/eða ljósbrún augu
1. Brúnn, aprikósu, plómu, fjólublár, dökk drappaður og dökk grænn eru flottir litir fyrir græn/ljósbrún augu en allir þessir litir skerpa græna litinn og gera hann skærari.
2. Flottir og djarfir litir fyrir græn augu og ljósbrún: gylltur, lime-grænn, ljós grænn, ljós fjólublár.
Brún augu
1. Kopar, bronz, kampavínsgulur, ljósbleikur með smá aprikósukeim í, brúnn, drappaður og hermannagrænn.
2. Flottir og djarfir litir fyrir brún augu: tangerine, kóngablár, vel bleikur, lime-grænn (þessir kontrastar gera brúna litinn skæran og tæran).
Öll augu
1. Klassískt: hermannabrúnn sem skuggi og blár fyrir augnlokið til að skerpa augað. Léttir augnbrúnabeinið þannig að augnliturinn skerpist vel.
2. Flottir og djarfir litir fyrir öll augu: silfurglansandi augnskuggi lætur öll augu vera stingandi
<br><br>Kv, Snoopyna