Ég er náttúrulega ljóshærð, en er búin að vera með hárið mitt litað dökkt frekar lengi. Allavega fékk ég þá hugmynd að lita það fjólblátt síðasta sumar. Ég keypti svona aflitunarlit útí apóteki, fannst of dýrt að gera það á stofu. Svo litaði ég það,skæææærfjólublátt. Mér fannst það nokkuð flott fyrst en svo eftir nokkrar sturtuferðir var það orðið hálfgrátt eitthvernveginn, þurfti að lita það á liggur við 2ja vikna fresti. Ég hélt það út í rétt svo 3 mánuði, en þá var hárið á mér orðið plain ógeðslegt, allt of þurrt og svoleiðis. þá keypti ég svarfjólubláan fastan lit útí apóteki, sem var flottur. En er komin með brúnt hár aftur núna, fór á stofu til að lita það og var skömmuð af hárgreiðslukonunni fyrir að fara svona illa með það. Allavega er hárið mitt ennþá frekar þurrt. En það fer ekki vel með það að láta aflita það og lita það…