Ég er að velta fyrir mér hvar fáist dökkbláar og þröngar gallabuxur sem að fólk er ánægt með. Ég hef tekið eftir að margar stelpur eru í dökkbláum gallabuxum með aðeins útvíðum skálum en annars níðþröngar yfir rass og læri, þetta eru svona gallabuxur með rauðu merki aftan á en samt ekki Levis, og svo er einn vasinn að framan með rennilás, þið afsakið ef að þetta kemur asnalega út en ef að einhver þarna úti kannast við þetta, þá væri vel þegið að fá að vita í hvað búð þær fást. Þetta eru geðveikt flottar buxur. Svona dökkbláar gallabuxur eru að mínum dómi mikið flottari en þessari snjáðu. Vonandi veit einhver hvað ég á við.
Kv September.