Ég var rétt áðan að skrifa grein um tískuna þegar mér datt orðið “einelti” í hug. Það eru því miður mjög margir heiladauðir aular sem leggja krakka í einelti af því að þeir eiga ekki nýjustu tískufötin, eða eitthvað álíka fáránlegt.
Hvað með það þó fólk sé ekki endilega að fylgjast eitthvað svakalega með tískunni? Þýðir það að fólk sé leiðinlegt?
Manneskjur geta vel verið skemmtilegar þó þær eigi ekki flottustu föt á jarðríki eða séu með bólur! (ég er reyndar ekki með bólur og fylgji tískunni af og til) Yfirleitt er meira að segja svoleiðis fólk með miklu skemmtilegri persónuleika en þessar “barbídúkkur”.
Ég þekki fullt af manneskjum sem fylgja ekki tískunni en eru samt bráðskemmtilegar! Hafið það hugfast barbídúkkurnar ykkar, þetta fólk er yfirleitt mikið skemmtilegra en þið og gáfaðra.
Ég hef mínar skoðanir…