Sjálf fer ég ekki út án þess að setja smá dagkrem með lit í andlitið og maskara, ekki meira en það en ég fer heldur ekki út án þess.
Ég hef engar áhyggjur af þessu, þetta er ekkert mikil málning, og ég veit að dag einn nenni ég ekki lengur að vera með maskarann alltaf en það kemur þá bara að því þegar það kemur að því.
Svo eru sumar stelpur sem stífmála sig dag hvern áður en þær fara í skólann og mér finnst það þá bara allt í lagi, það er þeirra mál, þær nota sinn tíma í þetta. Sumir eru endalaust að hneykslast á því og segja að þær máli sig allt of mikið o.s.fv. En mín skoðun er sú að fólk eigi bara að hugsa um sjálfa sig og leyfa þeim sem að mála sig mikið að mála sig mikið..einhverntíma vaxa þær stelpur uppúr því og mega líka bara gera það. Því eins og ég sagði þá eyða þær sínum tíma í að mála sig og það á ekki að trufla aðra svona mikið. Það að vera alltaf að segja þeim að þær máli sig of mikið gerir ekkert nema brjóta niður sjálfstraustið.