Það er eitt sem mér finnst einstaklega pirrandi, það er hvernig er látið við mann ef maður fylgir tískunni… og hvernig er látið við mann ef maður fylgir ekki tískunni. Ég hef nú látið vaxa svolítinn lubba á höfðið á mér, sennilega vegna einhverra tískuáhrifa sem ég hef orðið fyrir án þess að taka eftir því, allavega finnst mér þetta bara ágætt og svona, en hinsvegar hef ég tekið eftir því að síðhært fólk sé kallað steríótýpur, t.d. á huga, svo eru það hnakkarnir, líka steríótýpur, og svona eru allir sem tilheyra einhverskonar hópum kallaðir steríótýpur, rokksteríótýpur, fmsteríótýpur, o.s.fr.
Svo dettur sítt hár áreiðanlega einhverntímann úr tísku, en þá fer fólk að kalla mig hallærislegan eða eitthvað þannig ef ég klippi ekki hárið, svo klippi ég hárið og er steríótýpa. Kannist þið við þetta?<br><br>Bara bull, bara lag…