Ég var fyrir í rvk fyrir stuttu og ætlaði að kaupa mér föt fyrir veturinn áður en ég færi aftur norður.
ég byrjaði að fara í kringluna og í HVERJA einustu búð þar sem að selur föt í minni stærð (sem að er reyndar pínu erfitt því að ég er mjög lítil :/) en ok ég fann engar buxur sem að voru útvíðar! ÉG er með þeim sem að vilja helst bar ganga í útvíðum buxum.

Svo labbaði ég inn í vera moda og fann svo flottar buxur á gínu (þær voru bar venjulegar ekki með neinu skrauti eða neinu bulli!!! og venjulega fallega bláar!) ég ákvað að máta þær og þær pössuðu alveg :) en eins og venjulega þá þarf ég að stytta allar buxur sem að ég kaupi og ég hugsaði bara með mér að það væri bara allt í lagi og keypti þær.
þær voru hins vegar ekki útvíðar en ég sætti mig bara við það en er það ekki nýasta tískan í dag? en já mér fannst það asnalegt fyrstu vikuna sem að ég átti þessar buxur og bretti alltaf upp á þær en núna er ég alveg sátt við þær og mér finnst þetta bara mjög flott…

þannig að krakkar/fólk sem að segir til dæmis eins og ég nei við “beinum” buxum og vilja útvíðar buxur, prófiði þetta það er gegt flott!

núna eru þetta uppáhalds buxurnar mínar og ég er einmitt í þeim núna :)