*ræskj*
þeir eru ekki bara leiðinlegir við ljótt fólk sko.. og hverjir eru þeir til að dæma hverjir eru ljótir og hverjir ekki?
þessir vinsælu eru heldur ekkert alltaf fallegir sko.. það hafa heldur ekki allir sama smekk.. sem betur fer..
og þeir sem þér finnst “ljótir” finnst kannski einhverjum örðum vera fallegur..
það sem ég er að meina með “hálfleiðinlegir” er að þessir krakkar séu oft með eikkera stæla.. dæma alla og traðka á “ljóta” fólkinu til að vera ánægðari með sjálfan sig..
en ég er ekkert að segja að ALLIR vinsælir krakkar séu svona, en frekar margir.. því miður
það ætti enginn að hafa efni á því að vera dónalegur, kærulaus, leiðinlegur og svona eins og margir af þessum krökkum sem ég veit um eru.
ég er heldur ekkert á móti vinsælum krökkum.. mér finnst þetta bara ömurlegt.. að það skuli (sumt) þurfa að láta svona. og til hvers? hvað fá þeir útúr því? af hverju ekki bara að láta “ljóta” fólkið vera í staðinn fyrir að níðast á því?? uppnefna þá og annað slíkt? tala illa um það.. jafnvel þegar það er nálægt?
þetta fólk getur ekkert að því gert að það er svona!
eins og tildæmir krakkar sem eru í sérdeild eða ekki alveg eins og fólk er flest.. af hverju þarf sumt fólk að nýta sér fötlun þeirra til að stríða þeim?
af hverju þarf svona oft óvinsælum eða öðruvísi krökkum að líða illa bara svo hinum líði vel??
eru þeir virkilega stoltir af þessu??? að gera örðum þetta?? mér finnst þetta bara sýna óþroska og vitleysu þeirra.. (MITT álit, því verður ekki breytt)
“ljóta”, óvinsæla, skrýtna eða öðruvísi fólkið getur alveg verið skemmtilegt og góðar manneskjur, og fyndið. (á góðan hátt þá.. ekki eins og þú ert að tala um) Og auðvitað getur það líka verið leiðinlegt að sumra mati. bara af því það er ekki nógu fallegt, þá á ekki að gefa því sjéns? afhverju er ekki fyndið og asnalegt þegar vinsælir krakkar fara í ljós og aflita á sér hárið???
ég er búin í bili, vona að þú íhugir þetta aðeins, setjir þig kannski í spor “ljóta” fólksins og pælir í hvernig því líður þegar þú, fallega gellan þín og tjokkó vinir þínir eru að hlægja að hinum. :|<br><br>Kv. Lopapeysa